A3 Scott-stöng að eigin vali var aðalvinningurinn í afmælishappdrætti Flugufrétta nú í sumarbyrjun. Vinningurinn var dreginn út á þjóðhátíðardaginn 17. júní síðastliðinn en vinningshafinn lét á sér standa. Leit var gerð en án árangurs. Sem betur fer gaf hinn heppni, Steingrímur Brynleifsson, sig sjálfur fram og heimsótti ÁRVÍK í síðustu viku og vitjaði vinningsins. Hann valdi sér 10 feta A3 stöng í fjórum hlutum fyrir línu #8. Á meðfylgjandi mynd er Steingrímur að taka við verðlaunagripnum, sem er að verðmæti 62.900 krónur, úr hendi Garðars Stefánssonar á skrifstofu ÁRVÍKUR.