Kort af Þingvallavatni og veiðistöðum

Kort Hinn 19. október síðastliðinn birtist hér á vefnum grein um veiði í Þingvallavatni eftir Sigurð G. Tómasson. Þegar greinin birtist voru ekki í henni kort af Þingvallavatni og veiðistöðum eins og til stóð. Nú hefur verið bætt úr þessu og birtast nú í greininni tvö kort sem Ólafur Valsson hefur gert fyrir ÁRVÍK af Þingvallavatni og veiðistöðum í landi Þjóðgarðsins. Kortin hjálpa vonandi veiðimönnum að finna helstu veiðistaði við vatnið og þá sem Sigurður nefnir í grein sinni. Þeim, sem vilja kynna sér nánar fæðuhætti bleikjunnar í vatninu, má benda á grein eftir Hilmar J. Malmquist, Sigurð S. Snorrason og Skúla Skúlason. Greinin birtist í ritinu Náttúrufræðingurinn á árinu 1985 (55 (4) bls. 195 til 217). Hún fjallar um fæðuhætti bleikjunnar í Þingvallavatni.

NÝJUSTU FRÉTTIR