Veiðimaðurinn sem á allt nema Scott ! Scott flugustangirnar hafa notið vaxandi vinsælda hér á landi fyrir vandaða smíði og góðan frágang enda eru þetta kraftmiklar stangir fyrir kröfuharða veiðimenn. Stangirnar eru með lífstíðarábyrgð til upprunalegs kaupanda. ÁRVÍK er með fjölda gerða Scott stanga á lager, svo sem E2, Flex, F2, GS, G2, LS2, L2H, Meridian, M, STS og S3 en þrjár gerðir, sem voru ekki taldar upp hér að framan eru kynntar hér. Þær eru A4, S4 og Radian. A4 stöngin kom á markað í ársbyrjun 2012. A4 stöngin tók við af A3 stönginni. Hún er meðalhröð stöng fyrir allar tegundir fiska og bæði til veiða í ferskvatni og sjó.        Scott framleiðir stangir með tvenns konar samsetningum, hefðbundinni (sleeve ferrule) en A4 stöngin er þannig samsett, og með broddendum (internal ferrule) þar sem S3 stöngin er gott dæmi. Hefðbundna samsetningin er einföldust í framleiðslu sem gerir Scott unnt að framleiða gæðastangir þannig samsettar á hóflegu verði þrátt fyrir lífstíðarábyrgð. S4 stöngin er frábær hönnun frá Scott. Hún tekur ekki við af S3 stönginni þótt nafnið sé líkt. Samsetningar hennar eru einfaldari sem gerir framleiðsluna auðveldari. S4 stöngin er hins vegar stöng í hæsta gæðaflokki. Hún hefur verið fáanleg fyrir línu þrjú til átta. Radian er ein nýjasta stöngin frá Scott. Á IFTD sýningunni í Las Vegas sumarið 2013 var hún valin „Best New Freshwater Fly Rod“. Hún skaraði einnig fram úr öðrum nýjungum á sýningunni og var valin „Best of Show. Enn er hún hjá fjölda aðila fyrsta val þótt aðrir framleiðendur hafi komið fram með nýjungar. Með því að sameina ReAct og X-Core tæknina nær Scott að sameina hraða og tilfinningu. Veggþykktin í stönginni er minnkuð en FiberFuse resínið nær fram 20% meiri styrk en venjuleg Epoxy resín. Titanium lykkjurnar eru frá Snake Brand. Þær eru ryðfríar og hannaðar til þess að línan renni betur í gegnum þær. ARC (advanced reinforced carbon) vinnur gegn snúningsátaki sem eykur nákvæmni kastsins. Náttúruleg áferð stanganna gerir þær sérstakar. Verð á þessum gerðum hefur lækkað frá því sem var upphaflega og eru þess vegna afar góð kaup. Verð á A4 stönginni er nú kr. 53.900, S4 er á kr. 109.900 og Radian er á 119.900. ÁRVÍK © desember 2017

NÝJUSTU FRÉTTIR