Veiddu á undan þér   Byrjendur í veiði gera stundum þau mistök að byrja að vaða út í á eða stöðuvatn í stað þess að veiða fyrst næst landi og feta sig síðan áfram utar. Þannig geta menn hæglega fælt fiskinn sem er næst landi og skemmt fyrir sér veiðina.   Silungur kemur upp að landi í leit að æti. Hann er oft nær landi en margan grunar. Þótt laxinn sé ekki í ánni í leit að æti getur hann legið mjög nærri landi að morgni dags áður en vaðfuglarnir raska ró hans. Ég man eftir að faðir minn stóð eitt sinn á árbakkanum í Bíldsfelli og var að ná línu út til þess að geta farið að kasta þegar vænn lax tók fluguna rétt við tærnar á honum áður en hann gat byrjað að kasta. Fiskurinn er nær en þú heldur. Ekki hrekja hann á brott. Veiddu á undan þér.  Árni Árnason                                                                                      ÁRVÍK © 2008

NÝJUSTU FRÉTTIR