Truefly fluguveiðihjólin Truefly fluguveiðihjólin voru hönnuð af Paul Richardson þegar hann var hjá Wychwood. Hann er lesendum Total Flyfisher e.t.v. að góðu kunnur. Í flestum heftum tímaritsins mátti lengi vel lesa greinar þar sem hann er við veiðar á ýmsum stöðum á Englandi. Trufly hjólin eru ,,large arbor“ hjól. Slík hjól eru meiri að þvermáli sem auðveldar að spóla línuna hratt inn. Hjólin voru valin bestu nýju fluguveiðihjólin á evrópsku veiðivörusýningunni EFTTEX 2009. Hjólin eru sérlega vönduð hönnun. Þau koma í fallegri harðri tösku með tveimur aukaspólum. Þau eru falleg gjöf. Hjólin voru til bæði svört og grá fyrir línu að þyngd 7/8 en svarta gerðin er nú uppseld. Þau eru heilsteypt úr áli með diskahemli en spólurnar eru úr polycarbon. Þau taka 100 m af baklínu þegar lína í þyngd 7 er sett á hjólið. Hjólin eru til grá (vörunúmer LE5820) og voru til svört (vörunúmer LE9990). Þau eru einnig til smærri í sniðum fyrir línu 5/6. Þau eru eins að allri gerð og stærri hjólin og rúma 100 m af baklínu þegar lína í þyngd 5 er sett á hjólið. Smærri hjólin eru einungis til grá (vörunúmer LE5722). Loks má nefna stærstu gerðina í Truefly SLA línunni en þau fást stærst í stærð 9/11. (vörunúmer LE5760) Verð Truefly hjólanna hefur lækkað verulega frá því sem var. Verðið er nú kr. 17.990. Þú getur keypt hjólið hér. ÁRVÍK © desember 2017