Töskur fyrir veiðimanninn Veiðimönnum fylgir oft mikið dót enda mikið af aukahlutum fáanlegir varðandi þetta áhugamál. Að hafa allt í röð og reglu í góðri veiðitösku er mjög mikilvægt. Við hjá Árvík bjóðum uppá margar mismunandi tegundir af töskum og langar okkur að nefna nokkrar þeirra hér. Wychwood hefur framleitt vandaðar töskur sem bjóðast á hreinlega frábæru verði. Gæðin sitja ekki á hakanum og hafa töskurnar þeirra, sem voru hannaðar af Paul Richardson, hafa sannað sig hér á Íslandi og eru veiðimenn mjög ánægðir með hönnun hans og framleiðslu Wychwood í þessum efnum. Hér skulu nefnd fjögur dæmi um töskur sem væru góðar tækifærisgjafir. Fyrst skal nefna bakpokann, Rucksack, vörunúmer LE7791 sem hentar vel fyrir veiðimanninn sem gengur til heiða til veiða. Verðið er kr. 9.990. Þá má nefna skótösku fyrir vöðluskó, vörunúmer LE9098. Verðið er kr. 6.990. Hliðartaskan, Rover, er vinsæl útgáfa af veiðitösku. Vörunúmerið er LE7814 og verðið einungis kr. 5.390. Loks má nefna hjólatöskuna, Competition, vörunúmer LE7784. Hún kostar kr. 6.990. Myndir af þessum töskum eru hér og í þeirri röð sem þær voru taldar upp: Í öðru lagi má nefna Fishpond sem framleiðir einstaklega fallega hannaðar og vandaðar töskur fyrir veiðimenn. Hönnun John Land Le Cocq hjá Fishpont sker sig úr og aðrir reyna að líkja eftir en gæðin eru ekki þau sömu. STOWAWAY hjóla/veiðitaskan frá Fishpond er vönduð og vel uppsett taska. Í þessari tösku má koma fyrir miklu af hjólum, spólum, boxum og ýmsu veiðitengdu dóti. Verðið er kr. 23.990. Hægt að skoða töskuna nánar hér og kaupa. BIGHORN KIT BAG er alhliða veiðitaska, sterk og vönduð taska. Hún er til í þremur útgáfum. Tvær þeirra kosta kr. 24.990 en Silt útfærslan er á kr. kr. 36.900. Hægt er að skoða töskuna nánar hér og kaupa. CLOUDBURST GEAR BAG er góð alhliða veiðitaska með 10 utanáliggjandi vösum og 20 vösum að innan. Verðið er kr. 39.990. Hægt er að skoða töskuna nánar hér og kaupa. ÁRVÍK © desember 2017

NÝJUSTU FRÉTTIR