Ávallt viðbúinn breytilegum aðstæðum Sá, sem ætlar sér að fara alla leið í fluguveiði og vera viðbúinn hvaða aðstæðum sem er, ætti að skoða þennann pakka nánar. Hér bjóðum við uppá Large Arbor Truefly SLA hjól frá Wychwood fyrir línu 7/8. Hjólinu fylgja tvær auka spólur fyrir aukalínur í gjafaöskju. Þrjár mismunandi tegundir af línum eru í tilboðinu: flotlína, lína með sökkenda og heilsökkvandi lína. Með því að vera með þessar þrjár útgáfur af línum gerir það veiðimanni kleift að veiða við nánast hvaða aðstæður sem er, hvort sem fiskurinn er við yfirborðið eða liggur við botninn. Stöngin er Truefly SLA stöng frá Wychwood, 10 feta fyrir línu 8. Vörunúmerið er LE6040. Hún hefur þegar sannað sig við íslenskar aðstæður. Pakkinn á frábæru verði kr. 49.900 en verðið væri kr. 61.950 ef allir hlutir tilboðsins væru keyptir sér. Þú getur keypt pakkann hér! ÁRVÍK © desember 2017

NÝJUSTU FRÉTTIR