Hugmynd fyrir þá einstaklinga sem eru til  í að prófa fluguveiði Að hefja fluguveiði er góð skemmtun en lélegur búnaður getur eyðilagt ánægjuna. Við hjá Árvík ráðleggjum þess vegna öllum að vanda valið og velja fremur betri búnað en verri. Þótt betri búnaður sé yfirleitt dýrari kann hann að borga sig margfaldlega þegar upp er staðið. Það er kúnst að verða góður flugukastari og þess vegna er mikilvægt að fá tilsögn og vera með góðan búnað. Að hefja veiðar með lélegum búnaði getur reynst mjög erfitt. Þess vegna höfum við ákveðið að setja saman vandaðan pakka sem hentar byrjendum sem og lengra komnum. Það eru ákveðnir hlutir sem menn verða að eiga til þess að byrja veiðar. Þeir eru eftirarandi: -Stöng -Flotlína -Baklína -Hjól -Taumur Þessi pakki svíkur engan. Búnaðurinn er vandaður og hefur nú þegar sannað sig hér á landi. Verðið er hagstætt. Ef hlutir á tilboðinu væru keyptir sér væri kostnaðurinn kr. 45.550 en hér er hann sem heild á sérstöku tilboði, eða krónur 34.900. Þú getur keypt pakkann hér! Þú getur skoðað hverja vöru fyrir sig með því að smella á undirstrikuðu tenglana hér að neðan. Stöngin er frá Wychwood, flotlínan frá Northern Sport, baklínan er frá Northern Sport, fluguhjólið er Profile Large Arbor frá Leeda (tvær auka spólur fylgja með)  og taumurinn er frá Frog Hair. ÁRVÍK © desember 2017

NÝJUSTU FRÉTTIR