Að byrja í fluguveiði

Hvaða búnað þarf til þess að taka fyrstu skrefin í fluguveiði? Hér er tillaga um búnað fyrir þá einstaklinga sem eru til í að prófa fyrir sér hvort fluguveiði höfðar til þeirra.

Fluguveiði er góð skemmtun en lélegur búnaður getur auðveldlega eyðilagt ánægjuna. Reynsla okkar hjá ÁRVÍK, eftir hálfa öld við veiðar, er sú að við ráðleggjum öllum byrjendum að vanda valið og velja fremur betri búnað en verri. Þótt betri búnaður sé yfirleitt dýrari kann hann að borga sig margfaldlega þegar upp er staðið.

Það er kúnst að verða góður flugukastari og þess vegna er mikilvægt að fá tilsögn og vera með góðan búnað. Að hefja veiðar með lélegum búnaði er ávísun á leiðindi. Þess vegna höfum við sett hér saman vandaðan pakka sem hentar byrjendum sem og lengra komnum. Þetta er góður búnaður á hagstæðu verði sem setur ekki fjárhaginn á hvolf. Ef menn vilja auka við fjárfestinguna í búnaði síðar þá hentar þessi tillaga vel sem búnaður til vara.

Það eru ákveðnir hlutir sem menn verða að eiga til þess að byrja veiðar. Þeir eru eftirfarandi: Stöng, flotlína, baklína, hjól og taumur. Þessi pakki svíkur engan. Búnaðurinn er vandaður og hefur þegar sannað sig hér á landi.

Flugustöngin er 9 feta stöng frá Echo, Echo Lift, fyrir línuþyngd #6. Verðið er kr. 35.900. Flugulínan er XHi flotlína 75WF6F frá Northern Sport. Verðið er kr. 6.990.  Einnig er hægt að velja Q flugulínu frá LOOP. Fluguhjólið er  Echo Base fyrir línu 6/8 frá sama framleiðanda. Verðið er kr. 11.900. Á hjólið þarf baklínu, sem kostar kr. 3.500 og svo taum sem gæti verið í 3x sverleika frá Frog Hair. Hann kostar kr. 1.195. Gott er að eiga taumefni til þess að hnýta framan á tauminn. Hann endist þá lengur. Samtals kostar þessi byrjendabúnaður kr. 60.880 á fullu verði en á pakkatilboði, kr. 49.900. Hann fæst hjá Veiðflugum á Langholtsvegi 111, Reykjavík.

 

Það er sjaldan sem það er hægt að veiða frá landi í strigaskóm. Skór og vöðlur eru þess vegna nauðsynleg viðbót við þá lágmarksþörf sem þarf að kaupa til þess að geta gengið til veiða. Hér er sú viðbót sem þörf er á.

Þessar vöðlur og skór eru á sérstöku tilboði, kr. 53.900. Vöðlurnar eru frá Guideline, Kaitum XT, og skórnir eru frá sama framleiðanda og hæfa vöðlunum.

Ef þú ferð í heimsókn til Veiðiflugna á Langholtsvegi 111 Reykjavík verður tekið vel á móti þér.

ÁRVÍK © janúar 2025

NÝJUSTU FRÉTTIR