Stoppioni hnýtingaþvingur og verkfæri ÁRVÍK hefur á boðstólum afar gott úrval af hnýtingaþvingum og verkfærum til hnýtinga frá Stoppioni á Ítalíu. Þessar vörur eru seldar undir Stonfo vörumerkinu. Hnýtingaþvingur.  Í boði eru tvær þvingur fyrir borðfestingu, þ.e. þær eru festar með klemmu við borðplötuna. Þetta eru Morsetto Flylab þvingan, vörunúmer ST1024 sem kostar kr. 19.990 og Morsetto Flytec, vörunúmer ST1048 en hún kostar kr. 32.990. Flytec útgáfan er hönnuð þannig að öngullinn snýst alltaf á sama stað í þvingunni. Eftirfarandi myndir sýna þessar tvær gerðir.                    Hægt er að kaupa fótstykki fyrir þessar þvingur ef menn vilja láta þær standa á borði en Stoppioni býður einnig upp á þrjár gerðir sem eru þegar með fótstykki. Morsetto Kaiman þvingan, vörunúmer ST6586 kostar kr. 29.900. Hún er með handfangi sem auðveldar skipti á önglum. Morsetto Tubefly þvingan, vörunúmer ST6593 er sérstaklega gerð fyrir hnýtingar á túpuflugum. Hún kostar kr. 26.900. Toppurinn á þvinguframboðinu er hins vegar Transformer gerðin, vörunúmer ST7705 en hún kostar kr. 59.900. Hún er með skiptanlegum hausum sem breyta má um með einu handtaki. Myndir af þessum þvingum fara hér á eftir: Stoppioni býður einnig upp á einfalda lausn til þess að laga þvingur að hnýtingu túpuflugna. Í boði er sérstakt túputól sem festa má í kjaftinn á hefðbundinni þvingu og nýta til hnýtinga á túpum. Vörunúmerið er ST1390. Það kostar kr. 3.100. Verkfæri til hnýtinga.  Stoppioni framleiðir vönduð verkfæri til hnýtinga sem hafa hlotið lof íslenskra hnýtara. Fyrst skal nefna keflishölduna, vörunúmer ST3851 sem kostar kr. 2.590. Á henni er hnappur þar sem stilla má hversu mjög hún heldur við hnýtingarþráðinn. Þá má nefna hárjafnara af tveimur stærðum, ST8542 og ST0874 sem kosta kr. 1.590 og 1.790. Þræðarar fyrir keflishölduna eru nauðsynlegir. Þeir eru til í tveimur stærðum, 1 mm og 1,4 mm, vörunúmer ST7187 og ST7194. Þeir kosta kr. 2.490. Nál er nauðsynleg m.a. til þess að lakka hausinn, vörunúmer ST5817. Hún kostar kr. 1.990. Þá má nefna vandaða útfærslu af „dubbing“ tóli, vörunúmer ST6616 sem kostar kr. 7.500 og svo verkfærið til þess að hnýta endahnútinn, vörunúmer ST5756. Þótt margir hnýti endahnútinn með höndunum er þetta vissulega þægilegt verkfæri til þess að ljúka verkinu. Eftirfarandi myndir sýna þetta verkfæraúrval: ÁRVÍK © desember 2017

NÝJUSTU FRÉTTIR