Stöng sett saman
Það virðist ekkert einfaldara en að setja saman veiðistöng. En lengi má læra.
Það er ekki gott að reka endana beint saman. Betra er að setja endana saman aðeins úr línu miðað við lykkjurnar og snúa síðan neðri hlutanum aðeins til hægri í lokin líkt og verið sé að skrúfa neðri hlutann í. Þetta er mjög einfalt í samsetningu flestra Scott- stanga, en þar eru punktar á samsetningum til að tryggja rétta samsetningu eins og myndin sýnir:
Punktarnir auðvelda verulega að setja saman stöng í mörgum hlutum.
Þær stangir, sem eru ekki með punktum, má merkja með litlum doppum, t.d. naglalakki, til þess að sýna hvernig stöngin er rétt sett saman þannig að lykkjurnar falli í beina línu.
Þegar stöngin er svo losuð í sundur er neðri hlutanum fyrst snúið til vinstri áður en hlutarnir eru dregnir í sundur. Þetta auðveldar losun og hjálpar til að stöngin verði ekki laus í samsetningum.
Ef stöngin vill losna í samsetningum er til efni eins og Grafitolin™ Ferrule Wax frá LOON:
Ef þunnt lag af vaxinu er borið á neðri hlutann, helst stöngin betur saman og það er líka auðveldara að losa hlutana í sundur.
Ef stangarhlutanrir eru þegar fastir saman, er hættulegt að setja stöngina í skrúfstykki. Stöngin getur auðveldlega brotnað. Betra er að taka fram grænu garðyrkjuhanskana. Þannig má ná góðu gripi til þess að ná stönginni í sundur. Vaxið má svo nota til fyrirbyggingar vegna framtíðarinnar.
Á öðrum stað hér á síðunni undir er einnig að finna frekari fróðleiksmola um hvernig best er að ná stöng í sundur ef hún situr föst saman.
ÁRVÍK © 2009