Í hverju liggja gæði Scott flugustanga

Scott Fly Rod Company framleiðir um 130 mismunandi gerðir af flugustöngum úr grafíti og trefjagleri. Scott er einnig meðal fárra framleiðenda sem geta enn framleitt „split cane“ stangir úr bambusreyr. Sérhver stöng er ætluð til ákveðinna nota og í vörulista sínum lýsir Scott hvaða stangargerð hæfir best tilteknum aðstæðum. Í vörulistanum eru einnig tíundaðir þeir eiginleikar í hönnun stanganna sem gera stangir þeirra þannig úr garði að unun er að veiða með þeim.

Það er einkum þrennt sem skapar Scott stöngunum sérstöðu. Í fyrsta lagi hvernig efni þeirra er lagt upp og mjókkað fram í endann. Í öðru lagi eru stangarhlutarnir settir saman þannig að broddendi gengur inní næsta hluta. Þegar stangir eru jafnvel í sex hlutum skiptir miklu máli að sverleiki stangarinnar aukist ekki á samskeytum og vinnslan verði ójöfn. Sérstakir stillipunktar tryggja að stöngin verði ávallt rétt sett saman. Í þriðja lagi stillir Scott saman sveigjanleika stangarhlutanna miðað við þyngd og sveigjanleika með sérstakri aðferð. Loks má nefna að öllum Scott stöngum fylgir lífstíðarábyrgð til upprunalegs kaupanda.

Uppbygging stanga. Jim Bartschi, stangarhönnuður Scott, nýtir margvíslega efni og samsetningar þeirra við gerð stanganna, bæði grafít, trefjagler og önnur efni. Efnið er lagt upp eftir kúnstarinnar reglum með ákveðið markmið og eiginleika í huga. Sumir stangarframleiðendur framleiða allar stangir sínar í tiltekinni vörulínu úr sama efninu. Scott byrjar verkið á þeim eiginleikum sem stöngin á að hafa til að bera og velur efni í hana í samræmi við það. Scott blandar þannig saman grafíti og trefjagleri, svo að dæmi sé tekið, og mjókkar þessi efni fram til þess að ná fram tilteknum eiginleikum í stönginni. Stangargerðir Scott eru þannig hverri annarri ólíkar svo að þær hæfi þeim fiski sem ætlunin er að veiða og þeim aðstæðum sem hann er veiddur við.

Samsetning með broddendum. Scott hefur notað broddendasamsetningar (internal ferrule) fyrir betri stangir sínar til margra ára. Það tekur lengri tíma að framleiða broddendasamsetningar og nákvæmnin þarf að vera miklu meiri í samanburði við það þegar stangartoppurinn er bara settur upp á stangarendann svo langt sem hann kemst. Kostirnir eru hins vegar ótvíræðir. Stöngin bólgnar ekki út á samsetningunum. Hún mjókkar jafnt fram í endann og samsetningarnar sveigjast eins og stöngin. Þetta sést auðveldlega þegar stangir með þessum mismunandi samsetningum eru bornar saman. Önnur stöngin er stífari í samsetningunum og sveigist ekki jafnt, en Scott stöngin mjókkar jafnt fram og vinnur án þess að brot komi í sveigjanleikann á samsetningunni. Stangir með broddendasamsetningu mjókka aflíðandi frá handfangi í stangartopp. Þegar horft er eftir stöngum með hefðbundinni samsetningu annars vegar og  broddendasamsetningu hins vegar sést þessi munur greinilega. Önnur bólgnar út á samsetningunum. Hin mjókkar fram aflíðandi og það skiptir öllu máli þegar orkan ferðast eftir sönginni.

Broddendasamsetning

Broddendasamsetningin lætur orkuna streyma eftir stönginni án þess að hún rofni á samsetningunum. Þessi munur finnst jafnvel á stöngum í tveimur hlutum þar sem samsetningin er bara ein. Með fjölgun samsetninga, en nú er orðið algengt að stangir séu í fjórum, fimm eða sex hlutum, skiptir samsetningaraðferðin hins vegar mjög miklu máli eins og að líkum lætur. Hér eru yfirburðir Scott ótvíræðir.

Sveigjumæling. Annar eiginleiki sem gerir Scott stangirnar sérstakar er hversu nákvæmlega stangarhlutarnir eru valdir saman. Scott er eina fyrirtækið sem er með fullkomið eftirlit með efnisinnihaldi þeirra grafít- og trefjaglersefna sem í stangirnar fara. Aðferðir Scott við sveigjumælingar (flex rating) byggjast á sérþekkingu þeirra við að stilla og velja saman stangarhluta miðað við hlutfallslega þyngd þeirra og stífleika. Sérhver stangarhluti er prófaður. Endar og toppar með sömu sveigju eru valdir saman til þess að ná fullkomnu jafnvægi. Sveigjumælingin á stóran þátt í því að viðhalda stöðugleika í gæðum og ná fram frábæru jafnvægi í stangirnar.

Ekki fjöldaframleiðsla. Scott stangirnar eru handsmíðaðar. Stangarsmiðurinn leggur upp stangarefnið og mjókkar það fram, en samsetning stanganna og sveigjumælingin tryggja samræmi í gæðum, og sem ekki er minna um vert, skapa stöngunum sérstöðu í því hvernig stöngin vinnur í hendi veiðimannsins.

Lífstíðarábyrgð. Scott stangirnar eru seldar með lífstíðarábyrgð. Ef stöngin brotnar, hver svo sem ástæðan er, þá bætir Scott upprunalegum eiganda skaðann. Stangirnar verður að senda utan. Einungis þarf að greiða sendingarkostnað. Nægir þá að senda út brotið og næsta(u) hluta við brotið, en það er nauðsynlegt til þess að hægt sé að velja stangarhluta í stað þess brotna sem samsvarar fullkomlega næstu hlutum við brotið. Þetta þýðir að stöngin er sem ný þegar brotni hlutinn hefur verið endurnýjaður. Og stöngin leikur í hendi veiðimannsins á ný eins og hún hefur alltaf gert.

Margir stangarframleiðendur bjóða lífstíðarábyrgð á stöngum sínum, en einungis Scott getur lofað að stöngin sé jafngóð og ný þótt hún hafi brotnað.                                                                                                © ÁRVÍK hf. 2003

NÝJUSTU FRÉTTIR