Hnýtingaþvinga Hinn þekkti fluguhnýtari, hönnuður og veiðimaður, Marc Petitjean, hefur hannað byltingarkennda þvingu til fluguhnýtinga. Hnýtingaþvingan er hönnuð í samvinnu við Marryat sem einnig selur tæki til hnýtinga og fluguveiði. Hér á landi er Marryat e.t.v. þekktast fyrir fluguveiðihjólin sín sem hafa lengi notið aðdáunar fyrir vandaðan frágang og hversu létt þau eru. Hnýtingaþvingan er hreint ótrúleg hönnun. Hana má nýta til að hnýta flugur af stærð #32 til 4/0, en henni fylgir einnig festing fyrir túpuflugur. Tveir armar gefa mjög fjölbreytta notkunarmöguleika. Þvinguna má bæði nota á stalli og festa við borð. Ýmsir aukahlutir fylgja, t.d. til að geyma keflishöldu, og öllu þessu er haganlega fyrirkomið í fótstykkinu en það er síðan geymt í vandaðri lítilli tösku enda er þvingan þá til í ferðalag hvert sem er. Með þvingunni fylgir CD ROM diskur með skýringum, en einnig er fáanlegt myndband þar sem Marc Petitjean sýnir hvernig hann nýtir þvinguna til fluguhnýtinga. Loks má nefna, að ítarlegar upplýsingar um þvinguna og notkun hennar er að finna í 12 síðna skýringarbæklingi á heimasíðu Marryat. Í janúar-febrúar hefti Fly Fishing and Fly Tying 2002 skrifar Magnus Angus um nýju MP þvinguna frá Marryat. Þar sparar hann ekki stóru orðin: „innovative and comprehensive“, „top quality“, „beautifully finished“, „sober and stylish“, „A brilliantly designed head.“, „The most innovative vise for many years.“, „Certainly the most comprehensive package I´ve seen.“, „Overall – superb value!“ Marryat MP hnýtingaþvingan kostar um 39.990 krónur í smásölu. Hún er vegleg gjöf við öll tilefni.   Árvík 2008  

NÝJUSTU FRÉTTIR