Hvernig ratar laxinn á æskustöðvarnar? Ein af ráðgátum náttúrunnar hefur verið hvernig laxinn ratar aftur til æskustöðvanna.  Nú telja vísindamenn við Háskóla Norður Karólínuríkis í Bandaríkjunum að þeir hafi sannferðuga tilgátu um svarið. Þeir telja að laxinn noti segulsvið jarðar til að rata. Laxinn telja þeir næman fyrir breytilegu segulsviði jarðar en það er mismunandi frá einu svæði til annars. Þannig leggi fiskurinn í rauninni á sig segulsviðið á leiðinni sem hann syndir frá gotstöðvunum til ætisstöðvanna. Þegar hann hefur svo náð stærð og náttúran kallar hann til hrygningar, þá geti hann rakið sig til baka. Þegar hann svo kemur nærri árósnum sínum, þá taki lyktarskynið við sem hjálpar honum að finna nákvæmlega ána og rétta staðinn í ánni. Laxinn er því samkvæmt þessu með einhvers konar náttúrlegan áttavita sem man leiðina heim. (RÚV, des 2008) Sjá greinina frá vísindamönnum hjá University of North Carolina        

NÝJUSTU FRÉTTIR