Á myndinni hér að ofan er sýnt hvaða hnúta er heppilegt að nota við að hnýta saman baklínu og flugulínu, flugulínu við taum, taum við taumefni og að síðustu fluguna sjálfa við taumefnið. Myndir og útskýringar á hnútunum er að finna hér að neðan. Myndirnar eru úr leiðbeiningarhefti frá Scott Fly Rod Co. „A Fly Rod & a Trout: The basic elements of fly fishing“ og eru birtar með leyfi. Heftið er fáanlegt hjá Árvík hf. og kostar 1.220 kr.     Hjólahnútur (Arbour Knot) er notaður til þess að binda baklínu við hjól. Fyrst er bundinn rembihnútur utan um línuna og síðan rembihnútur á endann á línunni og dregið saman þannig að hnúturinn herðist upp á hjólásnum. Góður línuhnútur er Albright Knot. Hann er notaður til þess að binda saman baklínu og flugulínu. Sett er lykkja á flugulínua og baklínan þrædd í gegnum lykkjuna. Síðan er byrjað að vefja yfir bæði baklínu og flugulínu. Að síðustu er endanum stungið í gegnum lykkjuna og hert að.     Nálarhnúturinn (Nail Knot) er sýndur hér að ofan. Hann er notaður sem taumahnútur til þess að binda saman flugulínu og taum. Bæði er hægt að hnýta hann með röri eins og sýnt er hér að ofan, en einnig með nál og röri frá C & F Design eins og sýnt er neðar á síðunni.   Double Surgeon Knot eða tvöfaldur rembihnútur er góður taumhnútur til þess að binda saman taum og taumefni. Línurnar eru einfaldlega lagðar hlið við hlið og tvöfaldur rembihnútur bundinn  á þær. Hnútinn má einnig nota til þess að útbúa ‘dropper’ um leið og línurnar eru settar saman.       Blóðhnútur (Blood Knot) er einnig góður hnútur til þess að setja saman taum og taumefni. Endarnir eru lagðir saman og vafið uppá í gagnstæðar áttir. Þá er endum stungið í gegnum lykkjuna sem myndast, einnig í gagnstæðar áttir. Hægt er að halda öðrum endanum sem ‘dropper’, en klippa hinn, ef óskað er.             Góður öngulhnútur er Improved Clinch Knot sem er sýndur hér að ofan. Hann er í raun eins og hálfur blóðhnútur. Til viðbótar er endinn settur í gegnum lykkjuna sem myndast. Nokkra þessara hnúta, svo sem öngulhnútinn (nr. 8), Albright hnútinn (nr. 5) og blóðhnútinn (nr. 2 og 3) er að finna á myndskeiðinu hér. Númer vísa til númera á myndskeiðinu.   Myndin hér að ofan er af góðu verkfæri, 3 in 1 rör fyrir nálarhnút frá C & F Design. Það er allt í senn nál, rör og segull. Myndin sýnir hvernig á að nota nálina og rörið til að binda nálarhnút. Nálarhnútur sem þannig er bundinn er einstaklega fyrirferðarlítill og sterkur. Þess verður varla vart þótt taumendinn fari í gegnum topplykkjuna. Hinn endinn á rörinu er með segli svo að auðveldara er að taka mjög smáar flugur upp úr boxinu.          © ÁRVÍK hf. 2008

NÝJUSTU FRÉTTIR