Háfafesting

Silungsveiðimönnum er háfur mikil hjálp við að fanga fisk. Ekki er alltaf þægilegt að vaða í land. Þá er gott að nota háf til að fanga silunginn. Þetta á einnig við þegar menn sleppa fiski.

Háfur með hnútalausu neti fer ekki illa með hreistur fisksins og auðveldar að sleppa fiskinum ósködduðum.   Flestir veiðimenn fest háfinn þannig í vestið að skaftið snýr upp og netið hangir niður. Betri leið er að snúa þessu við með háfafestingunni frá C&F: 

Ef netið hangir niður festist það gjarnan í birkihríslum þegar gengið er í kjarri. Segulfestingin leysir vandann eins og myndirnar sýna: Myndin hér að ofan sýnir hvernig segulfestingin er fest á háfinn. Festingin er síðan hengd í vestið að aftan en yfirleitt er möguleiki á að hengja festinguna efst í vestið að aftan við hálsmálið.    

ÁRVÍK © 2009

NÝJUSTU FRÉTTIR