Griffin hnýtingaþvingur   Hnýtingaþvingur eru til af ýmsum gerðum. Þær skiptast aðallega í tvo flokka. Annars vegar eru þvingur með festingu fyrir borðplötu og hins vegar með fótstalli sem heldur þvingunni stöðugri. Einnig má yfirleitt kaupa fótstykki sér eða borðfestingu og breyta þvingunni þannig. Annað atriði, sem skiptir miklu máli, er hvernig kjaftur þvingunnar er. Stundum er hann fastur en hann getur einnig snúist þannig að hann heldur flugunni á sama stað (e. true rotary).   Montana Pro Vise þvingan frá Griffin hentar bæði atvinnumönnum og byrjendum. Kjafturinn er úr stáli og heldur föstum smáönglum frá stærð 22 upp í stóra öngla í stærð 7/0. Þvingan fyrir borðfestingu (vörunúmer GR0727) kostar kr. 14.990 KAUPA en hún er einnig fáanleg í útfærslu með fótstykki (vörunúmer GR0728) og kostar þá kr. 21.490. KAUPA Úrvalið af hnýtingaþvingum frá Griffin er enn meira. Sem dæmi eru mjög góð kaup í Odyssey Spider þvingunni, vörunúmer GR0722 en hún kostar kr. 15.990. Odyssey Cam, vörunúmer GR0709, er einnig áhugaverð. Hún kostar kr. 35.990. Loks má nefna toppinn af þvingunum frá Griffin, Blackfoot Mongoose, vörunúmer GR0726, sem kostar kr. 36.900 og Montana Mongoose, vörunúmer GR0725, sem kostar kr. 54.300. Á heimasíðunni, í vöruflokknum ,,Hnýtingatæki, verkfæri“ sem er númer 1211, má finna mikið af aukahlutum og verkfærum til fluguhnýtinga, bæði frá C&F, Griffin, Lazzeri og ekki síst frá Stonfo. Þá er rétt að benda á gott úrval af töskum fyrir fluguhnýtingarnar, sem rúma bæði værkfærin og hnýtingaefnið. Fishpond er t.d. með þrjár gerðir af töskum. Coyote taskan er til blá (FP1307). Hún kostar kr. 44.900. Tomahawk taskan er nokkru minni. Hún er til Aspen græn (FP2960) og kostar kr. 42.990. Loks má nefna Road Trip hnýtingatöskuna í veiðiferðina. Hún er til í einni gerð (FP2663) og kostar kr. 24.990.                    Coyote                                      Tomahawk                                   Road Trip ÁRVÍK © desember 2017

NÝJUSTU FRÉTTIR