Gjafir fyrir alla Sagt er að á jólunum fái allir eitthvað fallegt, í það minnsta kerti og spil. Nú er það svo að ÁRVÍK selur ekki kerti en við eigu þó vöru sem lýsir. Ennisljósið, LE1130, getur komið sér vel fyrir útivistarmanninn, bæði karla og konur. En við eigum spil í fallegum öskjum frá Fishpond. Vörunúmerið er FP1635. Þessar vörur má finna í vefversluninni og allar þær sem hér eru taldar að neðan með því að slá vörunúmerið inn í leitargluggann á heimasíðunni. Myndirnar sýna vöruna: Í vöruframboði Fishpond kennir margra grasa. Þar má nefna Flatiron verkfæra pokann, FP1413, Saratoga snyrtitösku, FP3202, eða Cabin Creek snyrtitöskuna, FP8511. Myndirnar sýna þessar vörur: Fleiri vörur mætti nefna frá Fishpond eins og Boulder tölvu- og skjalatöskuna sem er til í nokkrum útgáfum, Ferðaveskið, FP2342 og Stubbaboxið, FP2441, sem er t.d. fyrir þá sem reykja úti í náttúrunni en vilja ekki skilja neitt eftir nema sporin sín. Myndirnar sýna þessar vörur: Það væri hægt að halda svona upptalningu lengi áfram en hér skulu þó einungis nefndar þrjár hugmyndir um gjafir að lokum. ECO flís undirfötin frá Aquaz henta öllum sem stunda útivist þegar kalt er í veðri. Vörunúmerið er AQECOFL001. Þótt Catch sólgleraugun séu ómissandi fyrir stanga- og skotveiðimenn, sama stærð hentar bæði körlum og konum, þá henta þau einnig þeim sem stunda aðra útiveru eða eru bara úti að aka. Vörunúmerið er CMSUNB. Loks má nefna sætaáklæði, „car seat protector“ sem hlífir sæti bílsins fyrir óhreinindum. Það hrindir einnig frá vatni þótt það sé ekki vatnshelt. Vörunúmerið er LE8690. Myndirnar sýna vörurnar: Lokalendingin getur svo verið gjafabréf. Þá getur viðtakandinn valið vöruna en gefandinn fjárhæðina. ÁRVÍK © desember 2017.

NÝJUSTU FRÉTTIR