Gengið með stöng   Það virðist ekki flókið að ganga með flugustöng í hendinni úti náttúrunni. Ef þú dettur eða ert á gangi með félögum getur það hins vegar skipt máli.   Best er að halda um handfangið en láta stöngina sjálfa snúa aftur. Stangarendinn með handfanginu snýr þannig fram. Við fall má sleppa stönginni og bera hendurnar fyrir sig. Ef toppurinn snýr hins vegar fram er vísast að toppurinn rekist fyrst í jörðina, stöngin brotni og þú lendir ofaná. Mörg veiðiferðin hefur orðið endaslepp af þessari ástæðu.   Mörg betri veiðivestin hafa líka sérstakar festingar fyrir stöngina og það er mikill munur að ganga með stöngina festa í vestið. ÁRVÍK © 2008

NÝJUSTU FRÉTTIR