Fyrir veiðimanninn sem veiðir á spón eða beitu Wychwood flugustangirnar haf reynst okkur vel og þeim veiðimönnum sem á þær veiða. Það er þess vegna sem við erum stolt að kynna kaststangirnar frá Wychwood.  Til eru tvær gerðir af þessum stöngum: Í fyrsta lagi eru það 5-20 gramma Truespin stangirnar frá Wychwood  sem eru vel hannaðar veiðistangir þar sem gæði og útlit fara saman. Stangirnar eru falleg smíði sem svíkja engan.  Hágæða AAA korkur, vandað ál-hjólasæti og merktir stangarhlutar til þess að tryggja að stöngin verði rétt sett saman áður en haldið er til veiða. Stöngin er í þremur hlutum og kemur í fallegum hólki. Svo eru það 20-40 gramma stangir. Truebait stangirnar eru vönduð smíði eins og stangirnar frá Wychwood eru jafnan. Stöngin er gefin upp fyrir beituþyngd 20-40 grömm. Hún er 11 fet og er í þremur hlutum. Stöngin er með handfang úr korki með AAA einkunn og er með vandað og fallegt ál-sæti fyrir hjólið. Stönginni fylgir vandaður stangarhólkur. Signature kasthjólin eru með álspólu og aukaspólu úr grafít. Hjólin henta vel Truespin og Truebait kaststöngunum. Þau eru til í þremur stærðum: FS 40 Silungur. Vörunúmer LE7310. Hjólið rúmar 100 m af línu sem er 0,40 mm í þvermál. FS 50 Lax. Vörunúmer LE7327. Hjólið rúmar 170 m af línu sem er 0,40 mm í þvermál. Þetta er heppilegt hjól í laxveiðina. FS 60 Lax. Vörunúmer LE7334. Hjólið rúmar aðeins meira en FS 50 hjólið eða 150 m af línu sem er 0,45 mm í þvermál. Ekki má gleyma línu á hjólið. Gamma línurnar eru úr Copolymer þráðum sem hafa verið meðhöndlaðir á sérstakan nanótæknilegan hátt. Línurnar verða þannig sterkari, sveigjanlegri og liprari að kasta. Beitubox er eitthvað sem allir veiðimenn þurfa sem stunda slíkar veiðar. Við bjóðum hér vandað beitubox í beltið frá Wychwood. Boxið er með tveimur aukahólfum fyrir öngla og sökkur. Auðvelt er að opna boxið og festa í belti. Falleg hönnun. Allur pakkinn, Truebait  eða Truespin kaststöng, kasthjól, girni  og beituboxið fæst á 29.900. Í kaupbæti fylgja þrír Mepps spónar að eigin vali, sjá vöruflokk 1206. Hægt er að kaupa hér ÁRVÍK © desember 2017

NÝJUSTU FRÉTTIR