Frýs í lykkjunum?   Þeir sem stunda vorveiði eða sækja í sjóbirtinginn fram eftir hausti hafa kynnst því vandamáli að það frýs í lykkjunum. Lausn er til við því.   Loon framleiðir efni sem kallast Stanley’s Ice Off. Þetta er hættulaus áburður sem smyrja má á línuna og í lykkjurnar. Þetta varnar því að línan frjósi föst í lykkjunum. Bera má efnið á með fingrunum eða hreinum klút. Efnið er hvorki skaðlegt veiðimanni né umhverfinu og virkar í frosti allt að 12 gráðum. Bera má efnið á eftir veðri og eftir þörfum.   Efnið var hannað fyrir þá sem veiða sjógenginn regnbogasilung, steelhead, í miðríkjum Bandaríkjanna en þar getur frostið orðið æði mikið. Steelhead er veiddur yfir vetrarmánuðina þannig að efni sem þetta er kærkomin lausn við þessar veiðar. Hér virkar efnið með sama hætti í sjóbirtingsveiðinni.   Hér má sjá mynd af vörunni:   ÁRVÍK © 2009

NÝJUSTU FRÉTTIR