Fiskar í ferskvatni á Íslandi
Hér á landi er að finna sex tegundir af fiskum sem lifa í fersku vatni, í ám og vötnum. Lax, urriði og bleikja eru allt íslenskar tegundir af laxaætt sem hrygna í ferskvatni, en ganga í sjó til fæðuöflunar. Hornsílið hefur sömu lífshætti, en er annarrar ættar. Állinn hefur hins vegar aðra röð á sínu háttarlagi. Hann hrygnir í sjó og gengur í ferskvatn til uppvaxtar. Lokst má nefna regnbogasilung, sem er innflutt tegund, sem var flutt hingað til lands til fiskeldis fyrst 1951 en hefur ekki gert ár og vötn hérlendis að náttúrulegum heimkynnum sínum þótt hann hafi sloppið úr eldi.
Fyrir þá sem vilja fræðast nánar um íslenska vatnafiska má benda á ýmislegt fræðsluefni, bæði innlent og erlent. Jón Kristjánsson, fiskifræðingur, hefur t.d. tekið saman stutta grein um þessar tegundir. Greinina er að finna í tímaritinu Veiðimaðurinn, nr. 90, frá 1. desember 1972, bls. 36-42. Hún heitir „Íslenzkir vatnafiskar“. Hana má finna hér á www.tímarit.is. Slóðin er: https://timarit.is/page/7788239#page/n37/mode/2up. Af ítarlegri heimildum má nefna:
Bent J. Muus og Preben Dahlström (1968). Fiskar og fiskveiðar. Reykjavík: Almenna bókafélagið.
Guðni Guðbergsson og Þórólfur Antonsson (1996). Fiskar í ám og vötnum. Reykjavík: Landvernd.
Gunnar Jónsson (1992). Íslenskir fiskar. Reykjavík: Fjölvaútgáfan.
Þá má nefna þrjár erlendar heimildir á ensku sem fjalla um þessa ferskvatnsfiska og skyldfiska þeirra:
Netboy, Anthony (1974). The Salmon. Their Fight for Survival. Boston: Houghton Mifflin Company.
Schwiebert, Ernest (1984). Trout. New York: E.P.Dutton, Inc.
Watson, Rupert (1999). Salmon, Trout & Charr of the World, A Fisherman´s Natural History. London: Swan Hill Press.