Aquanova flugulínur

ÁRVÍK gekk frá samkomulagi við kanadíska fyrirtækið Northern Sport í ársbyrjun 2011 um að selja Aquanova-flugulínur þess hérlendis. ÁRVÍK annast heildsöludreifingu á vörum þess í verslanir og hefur þeim verslunum farið fjölgandi sem bjóða línur þeirra. Línurnar eru einnig fáanlegar í netverslun ÁRVÍKUR. Northern Sport hefur rúmlega aldarfjórðungsreynslu í framleiðslu á flugulínum. Meginstarfsemi Northern Sport hefur falist í framleiðslu á flugulínum, sem seldar eru undir merkjum annarra fyrirtækja um allan heim, en minni áhersla hefur verið lögð í sölu á línum undir eigin vörumerki. Þetta er nú breytt.

Flugulínur fyrir íslenskar aðstæður þurfa að vera framleiddar með kjarna og kápu sem kuldi hefur lítil sem engin áhrif á. Flugulínur, sem framleiddar eru fyrir heitt loftslag, geta hringast illilega upp í kulda og verið nánast ónothæfar þótt þær geti verið hreinn draumur í Karíbahafinu. Þá skiptir „minnið“ í línunni miklu máli. Línan hringast upp í vistinni á hjólinu en hún má ekki vera föst í þeirri lögun eftir að veiðin hefst. Aquanova-línurnar, sem ÁRVÍK selur, standast þessar kröfur og stóðust reynslupróf við verstu aðstæður, loftkulda og 4°C vatnshita, þegar ísa var að leysa vorið 2011.

Starfsmenn ÁRVÍKUR reyndu Aquanova XHi-flotlínuna á Vífilsstaðavatni þegar ísinn var að fara af vatninu. Línan lagðist þráðbein á vatnið og flaut hátt á vatninu enda er línan 25% léttari að eðlisþyngd en vatn. Auðvelt var að kasta línunni. Hún rann vel í lykkjunum. Skýringin er sú að Teflon® er í kápunni. Það er gott sleipiefni frá DuPont og auðveldar þrif. Það þekkja þeir sem vinna með þannig húðaðar vörur. Viðnámið í línunni er þess vegna lítið sem gerir löng nákvæm köst möguleg. Línan er 32 metrar á lengd. Verð hennar í smásölu er 5.900 krónur. Hún er til í þyngdum frá þrjú til tíu.

Önnur flotlína, sem er í boði frá Aquanova, er Wind Taper línan. Hún er ætluð fyrir löng köst og köst á móti vindi. Hún er af sömu lengd, 32 metrar, og fæst í þyngdum frá fjögur til níu. Verðið er 6.990 krónur.

Aquanova-sökklínurnar, sem eru fáanlegar, eru fjórar. Intermediate línan er beinsökkvandi lína með sökkhraða frá fjögur til fimm sm á sekúndu. Þetta er sökkhraði sem hentar við flestar aðstæður og vel allri vatnaveiði. Línan er beinsökkvandi sem þýðir að endinn næst agninu sekkur hraðast og fyrst. Veiðmaðurinn nær þannig beinu sambandi við fiskinn. Þetta er sérstaklega gott í vatnaveiðinni og auðveldar veiðimanninum að greina grannar tökur. Flestar sökklínur sökkva með belginn fyrst. Fyrir bragðið tapast það nána samband sem þarf að vera milli veiðimanns og fisksins. Þeir, sem vilja vera í sambandi, gera þess vegna rétt í að fá sér Aquanova-sökklínur. Þær eru 27 metra langar. Verð þeirra er 5.990 krónur. Aðrar gerðir, sem sökkva hraðar, eru X Fast Sink línan, sem er til í þyngdum fjögur til tíu og sekkur 14 til 15 sm á sekúndu. Super Sink línan sekkur enn hraðar eða 18 sm á sekúndu. Hún er til í þyngdum sjö til níu. Í ágúst 2014 bættist svo fjórða sökklínan í línuframboðið, Trout Clear, sem er hægsökkvandi glær sökklína. Hún var reynd við Vífilsstaðavatn vorið 2014 og reyndist vel. Kom hún betur út við prófun en mun dýrari lína svipaðrar gerðar. Glærar sökklinur henta vel við viðkvæmar aðstæður í litlu vatni í ám og raska síður ró fisksins.

Þriðja línugerðin, sem ÁRVÍK reyndi og býður af Aquanova-línunum, er flotlína með sökkenda, Sink Tip. Kápan hefur hlotið Teflon® meðferð eins og hinar Aquanova-línurnar sem ÁRVÍK selur. Sökkhraðinn á endanum, sem er 12 fet eða 3,66 m, er fjórir til tíu sm á sekúndu. Línan er 27 metrar að lengd. Verðið er 5.990 krónur.

Allar línugerðirnar frá Aquanova eru ,,weight forward“ sem þýðir að línurnar eru framþungar. Flotlínurnar eru fáanlegar í þyngdum þrjú til tíu en sökklínurnar í þyngdum fjögur til tíu. Þyngdin er ekki sú sama hjá öllum framleiðendum þótt uppgefin númer þyngdar sé það sama. Þyngdin nær yfir tiltekið bil. Aquanova-línurnar eru í léttari kantinum miðað við þyngd þannig að rétt kann að vera að velja línu einu númeri þyngri en tilgreint er á hraðari og stífari stöngum.  Umbúðirnar eru ekki þær fallegustu á markaðnum en það er innihaldið sem skiptir máli. Það svíkur engan og kemur þægilega á óvart í samanburði við gæði.

Í ágúst 2014 bættist einnig tvílit tvíhendulína, Premium Spey, við úrvalið. Hún er til í þremur þyngdum. Þessi lína hefur þegar reynst vel í laxveiði hérlendis. Haus línunnar er hvítur en rennslislínan er græn. Litaskiptin auðvelda veiðimanninum að sjá hvenær næg lína er úti til þess að hlaða stöngina fyrir gott kast..

Loks má nefna að ÁRVÍK býður upp á 13,7 m langa skothausa frá Aquanova, bæði flot og sökk, í þyngdum sjö til tíu. Hausarnir eru misþungir, frá 20 grömmum (WF-7) í 30 grömm (WF-10).

Hausarnir kosta 4.900 krónur. Þeir eru festir við rennslislínu, sem er 33 metrar á lengd og tæpur mm í sverleika. Verð hennar er það sama, 4.900 krónur.

Aquanova línur yfirlit

Lengd (m)ÞyngdirGerðVerðEiginleikiAthugasemd
XHi flotlína32#3-10WF6.990flotlínaflýtur hátt
Wind Taper32#4-10WF6.990flotlínalöng köst
Sink Tip27#3-10WF5.990flot/sökk 4-10 sm/sek12 feta sökkendi
Intermediate27#4-10WF5.990sökk 3,8-5 sm/sekbeinsekkur
Trout Clear 27 #3-9WF5.990intermediateglær
Fast Sink27#4-10WF5.990sökk 14-15 sm/sekbeinsekkur
Super Sink27#7-10WF5.990sökk 18 sm/sekbeinsekkur
Skothaus13,7#7-10 4.900flot 
Skothaus13,7#7-10 4.900sökk 14-15 sm/sek 
Running lína33f. hausa # 7 til 9 4.900flotsverleiki 0,033 tommur
Premium Spey 36,6#8/9-10/11 9.900flottvílit

NÝJUSTU FRÉTTIR