The 4th of July fly

Öngull: Daiichi #2051, stærð 1.5, svartur, einkrækja.
Tvinni: Svartur 6/0.
Broddur: Holograph Flat Tinsel, silfur, medium.
Búkur: Body-Brite, rautt.
Skegg: Foxtail, hvítur.
Neðri vængur: Kingfisher Arctic Fox Tail, blár.
Efri vængur: Arctic Fox Tail, svartur.
Kinnar: Angel Hair, Holographic, silfur.
Horn: Holographic Fly Fiber, silfur.
Haus: Svartur tvinni, lakk Depend naglalakk, silfur, glimmer.

Þetta er uppskrift Engilberts Jensen, skráð eftir honum sjálfum, yfirlesið og samþykkt.

Sagan á bak við fluguna er sú að George H.W.Bush, fyrrverandi Bandaríkjaforseti kom í heimsókn hingað til lands til veiða í Selá í júlí 2006. Forseti Íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson, hélt honum boð á Bessastöðum á þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna sem er 4. júlí. Fyrir kvöldverðinn færði forseti Íslands forsetanum fyrrverandi að gjöf búnað til fluguveiði. Fluguhjólið var Wish hjólið, sem Steingrímur Einarsson á Ísfirði hefur hannað og smíðað. Á hjólið var sett GPX flugulína frá ÁRVÍK, en stöngin var E2 stöngin frá Scott, 9,5 fet í fjórum hlutum fyrir línu #8. Stöngin er smíðuð eftir hugmyndum Engilberts Jensen. Það var þess vegna vel við hæfi að Engilbert skyldi hanna og hnýta sérstaka straumflugu af þessu tilefni. Var hún færð forsetanum að gjöf á þjóðhátíðardaginn. Þaðan er nafnið komið.

NÝJUSTU FRÉTTIR