Tailor

Öngull (Hook): Kamasan B175, stærðir 12 til 16

Tvinni (Thread): Svartur 8/0

Vöf (Rib): Gullvír

Afturbolur (Abdomen): Brúnt árórugarn

Frambolur (Thorax): Brúnt árórugarn

Vænghús (Wing Case): Ljósbrúnt árórugarn

Haus (Head): Svartur

Höfundur flugunnar, Skarphéðinn Bjarnason (1925-2012), var klæðskeri og nafn flugunnar er frá þeirri starfstétt komin. Það er nokkuð algengt að nota ensk heiti á íslenskar flugur og er það sennilega skýringin á nafninu. Hún hefði allt eins getað heitið Skraddarinn.

Tailor er góð eftirlíking af gyðlu (nymfu) einu dægurflugunnar sem finnst hér á landi, Cloën Simile sem flestir höfundar kalla fisdægru. Gyðlur dægurflugna eru jafnan góðar silungaflugur og er Tailor þar engin undantekning. Hún gengur vel í vatnaveiði, svo sem í Elliðavatni, Hlíðarvatni og Þingvallavatni, en Elliðavatnið var uppáhaldsvatn Skarphéðins. Þangað sótti hann mest. Tailor fluguna mætti nota til skiptis á móti Pheasant Tail flugunni sem einnig er kynnt hér á heimasíðunni.

Til eru ýmis afbrigði af Tailor flugunni og sumir rita nafnið ranglega Taylor. Hér er gefin uppskrift af almennu gerðinni. Á myndinni er flugan eins og hún er hnýtt af Engilbert Jensen.

Árni Árnason

NÝJUSTU FRÉTTIR