Rauðhetta

Öngull: Kamasan, B110 Grubber, stærðir 12 og 14.
Tvinni: Svartur 8/0.
Vöf (Rib): Gylltur vír (small).
Stél (Tail): Fluorescent orange.
Frambolur (Thorax): Peacock fanir.
Haus: Gyllt kúla og lakkað næst kúlu.

Þetta er uppskriftin að flugunni hér á myndinni en Guðmundur Sigurjónsson, fyrrverandi formaður SVH og höfundur flugunnar, hefur gefið henni nafnið Rauðhetta. Flugan á myndinni er hnýtt af höfundi.

                               

Flugan er ákaflega veiðin og hefur gefið vel í Hlíðarvatni og í Veiðvötnum eins og margar flugur sem eru hnýttar með fönum páfuglsins. Appelsínugula fluorescent stélið og kúluhausinn vekja sennilega enn frekari athygli fisksins á flugunni.

Páfugl – e. peacock

Guðmundur gaf mér þetta eintak af flugunni sem sárabætur fyrir toppflugupúpu sem ég missti í spjalli okkar þegar ég var að taka saman á bílastæði við Hlíðarvatn í Selvogi í september 2016. Ég hlakka til þess að prófa hana næst þegar ég fer til veiðar í vatninu. Ég bæti þá árangrinum við frásögnina.

Árni Árnason

NÝJUSTU FRÉTTIR