Langskeggur

Öngull (Hook): Kamasan B800, stærðir 14 og 12

Tvinni (Thread): Svartur 8/0

Vöf (Rib): Vír úr eir

Afturbolur (Abdomen): Svart árórugarn

Frambolur (Thorax): Svart árórugarn

Vænghús (Wing Case): Svarbrúnt Body Stretch (Veniard)

Skegg: (Hackle): Fanir af svartri hanafjöður

Haus (Head): Svartur

Langskeggur er ein af þeim flugum, sem hafa unnið sér það til frægðar á síðustu árum að vera sérlega fengsæl sem silungafluga. Höfundurinn, Örn Hjálmarsson er hins vegar enginn nýgræðingur í silungsveiðinni. Örn hefur hannað og hnýtt flugur í áratugi. Hann hefur einnig kennt fluguhnýtingar og fluguköst meðfram störfum sínum í veiðivöruverslun til margra ára. Margur veiðimaðurinn hefur sótt til hans góð ráð um veiði og veiðibúnað. Örn og fluguna hans Langskegg er að finna í veiðideildinni hjá Útilífi í Reykjavík.

Myndin af flugunni hér að ofan er að sjálfsögðu af Langskeggi. Flugan var hnýtt af höfundinum.

NÝJUSTU FRÉTTIR