Konungsflugan

Öngull: Daiichi #2052, stærð 3, gylltur, einkrækja.
Tvinni: Gulur 8/0.
Broddur: Holograph Flat Tinsel, gull, medium.
Stél: Gull fasani, ein fjöður.
Loðrönd: Partridge of Redditch SLF Kingfisher Blue gerviþel.
Vöf: Oval gull medium tinsel, Lagartun.
Búkur: Hálfur búkur Holograph Flat Tinsel, gull, Lagartun og hálfur búkur Mylar Holograph Tinsel kóngablátt, medium, Lagartun.
Skegg: Kingfisher Blue Hen
Vængur: Einn hluti Kingfisher Arctic Fox Tail blár, einn hluti Arctic Fox Tail gulur og einn hluti Kingfisher Arctic Fox Tail blár.
Haus: Gulur, lakkaður með gulu lakki með gull glimmer.

Þetta er uppskrift Engilberts Jensen, skráð eftir honum sjálfum, yfirlesið og samþykkt.

Sagan á bak við fluguna er sú að Carl Gustaf XVI Svíakonungur varð sextugur hinn 30. apríl 2006. Forseti Íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson, færði honum gjafir til fluguveiði  af þessu tilefni. Gjöfin samanstóð af Wish fluguhjólinu, sem Steingrímur Einarsson á Ísafirði, hefur hannað. Á hjólið var sett GPX lína frá ÁRVÍK en flugustöngin var E2 stöngin frá Scott, 9,5 fet fyrir línu átta. E2 stöngin er smíðuð eftir hugmyndum Engilberts Jensen. Það var þess vegna vel við hæfi að Engilbert hannaði og hnýtti sérstaka flugu af þessu tilefni. Fylgdi hún gjöf forsetans til Svíakonungs.

NÝJUSTU FRÉTTIR