Í febrúar hafa FOS.is og Ármenn staðið fyrir skemmtilegum viðburði, Febrúarflugum, þar sem hnýtarar hafa sent inn flugur sem þeir hafa hnýtt. Þetta er ekki keppni í hnýtingum en viðurkenningar frá styrktaraðilum eru veittar fyrir þátttökuna. ÁRVÍK er einn af styrktaraðilunum og verður í kvöld, mánudaginn 27. febrúar 2017, í Árósum, félagsheimili Ármanna, með kynningu á ýmsum vörum til fluguhnýtinga. Dagskráin hefst kl. 20:00. Á kynningunni í kvöld verða m.a. sýndar hnýtingaþvingur frá C&F, Griffin og Stonfo. Þvingurnar frá Stonfo eru sérstaklega áhugaverðar, t.d. Transformer-þvingan þeirra. Þá munum við sýna töskur undir hnýtingaáhöldin og -efnið frá C&F, Fishpond og Scientific Anglers. Taska frá Fishpond verður veitt einum þátttakanda sem viðurkenning en þetta er Road Trip taskan frá Fishpond. Þá má nefna vörur frá LOON, Kamasan önglana og Zap-A-Gap límið sem er ómissandi til fluguhnýtinga. Kynningartilboð verður á ýmsum vörum, m.a. hnýtingaáhöldum frá Stonfo. Road Trip fluhnýtingataskan Á heimasíðu Árvíkur er að finna uppskriftir og frásagnir af ýmsum flugum. Nýjar frásagnir af flugum eru jafnt og þétt að bætast á þennan lista undir Flugur – uppskriftir. Í febrúar hafa fjórar flugur bæst í hópinn, þ.e. Black Sheep, Bleik og blá, Fluga árinnar og Rjúpan. Fluguveiðar eru góð skemmtun og hún hún kemst á æðra ánægjustig þegar menn (konur og karlar) veiða á flugur, sem þeir hafa hnýtt sjálfir.