Aquaz – nýjung í vöðlum

Aquaz Stundum er sagt að eini munurinn á leikföngum barna og fullorðinna sé verðmiðinn á leikföngunum. Verð leikfanganna hækkar eftir því sem aldurinn færist yfir. Fæstir mundu t.d. kaupa pollabuxur á stráka og stelpur fyrir nálægt 120.000 krónur en vöðlur á fullorðna eru boðnar á því verði. Með því að kynna Aquaz-vöðlurnar inn á markaðinn vill ÁRVÍK leggja sitt af mörkum til þess að sporna  við slíkri verðþróun en bjóða samt gæðavöru. Vöðlur komu upphaflega á markað í Bandaríkjunum en nákvæm dagsetning er ekki vituð. Góð ágiskun er 1850. Frumkvöðull á þessum markaði var Hodgeman Rubber Company. Til eru auglýsingar frá árinu 1881 þar sem Hodgeman auglýsir ,,Fishing Pants“ og fyrsti keppinauturinn, Goodyear’s India Rubber Manufacturing Company auglýsir ,,Trouting Pants“ á sama ári. Vöðlur eru enn framleiddar í Bandaríkjunum en framleiðslan hefur í vaxandi mæli flust til Asíulanda á síðari árum. Aquaz-vöðlurnar eru framleiddar í Suður-Kóreu og hefur fyrirtækið meira en aldarfjórðungsreynslu af slíkri framleiðslu, bæði undir eigin vörumerki og annarra. Þótt vöðlur úr gúmmíi hafa verið mikil bylting á sínum tíma var tilkoma neoprene og öndunarefna ekki síðri framför. Það var DuPont fyrirtækið sem kom fyrst á markað með neoprene á árinu 1931. Einangrunargildi efnisins í köldu bergvatni var Íslendingum fagnaðarefni þegar farið var að nota það í vöðlur, þótt uppháar neoprene-vöðlur geti verið ansi hlýjar á heitustu sumardögum. Efni sem anda komu á markaðinn upp úr 1993 og hafa frá þeim tíma nánast tekið yfir markaðinn sem efni í vöðlur. Galli öndunarefnanna er hins vegar að það teygist ekki á þeim eins og neoprene og öndunarvöðlur eru ekki hlýr fótabúnaður í köldum straum- og stöðuvötnum. Aquaz nýtir kosti beggja efna, neoprene og þriggja laga Aqualex® Pro öndunarefnis í einni gerð af Aquaz vöðlum sem valdar veiðivöruverslanir munu bjóða veiðimönnum næsta vor í samstarfi við okkur. Þessi vöðlugerð (BR-J-701S) nýtir neoprene í sokk, fótleggi og sandvarnarhlíf en frá klofi og upp eru vöðlurnar saumaðar úr öndunarefninu. Vöðlurnar halda hita þar sem mest á reynir. Þetta er einnig sá hluti þar sem algengast er að saumar gefi sig á öndunarvöðlum. Neoprene efnið gefur hins vegar eftir. ÁRVÍK mun einnig hafa á boðstólum heilar neoprene vöðlur með sokk fyrir þá sem það vilja (NF-200S)                                                 BR-J-701S                           BR-304S DX                                        Í fyrstu verður boðið upp á tvær gerðir af öndunarvöðlum. BR-203S DX gerðin er saumuð úr fjögurra laga Aqualex® Megaflow öndunarefni sem framleitt er í Japan. Sokkurinn er úr neoprene með gúmmístyrktum sóla og sandhlíf fellur yfir skóinn. Hnéhlutinn er tvöfaldur til styrkingar enda algengt að veiðmenn fari á hnén þegar losa þarf úr fiski. Hin gerðin, BR-J-205S, er saumuð úr þriggja laga Aqualex® Pro öndunarefni sem einnig er framleitt í Japan. Á vöðlunum eru tveir vatnsheldir ytri vasar. Vatsheldur rennilás á brjósti auðvelda að fara í og úr vöðlunum. Hné eru sérstaklega styrkt. Báðar þessar gerðir eru sérlega vandaðar en samt á verði sem veiðimenn gætu í fyrstu haldið að væri tvöfalt hærra en smásöluverðið verður í reynd þegar þær koma á markað næsta vor. Myndirnar sýna þessar tvær gerðir:                                 BR-203S DX                                        BR-205S                                                                                                                                                          

NÝJUSTU FRÉTTIR