Stangarhaldarar
Stangarfestingarnar frá Richard Wheatley hafa sannað sig til margra ára á íslenskum markaði sem gæðavara. Þær eru með góðum sogskálum sem auðvelt er að festa á alla bíla. Þær eru gerðar fyrir fjórar samsettar stangir með fluguhjólunum á. Sterkar teygjur halda stöngunum föstum.
Stangarhaldararnir eru vönduð smíð úr góðum efnivið. Rafhúðað ál er notað í gerð þeirra og PVC hlutinn er sérstaklega meðhöndlaður til þess að auka endingu.
Stangarhaldararnir eru ekki ætlaðir til þess að flytja stangir um langan veg á miklum hraða. Mikilvægt er að gæta þess í upphafi og af og til að haldararnir hafi góða festu. Þótt flestir reyndir veiðimenn þekki til notkunar á stangahöldurum er rétt engu að síður að vekja athygli á þessu. Það er dýrt spaug að sjá á eftir fjórum stöngum fjúka af bílnum og verða fyrir næsta bíl.