Bjargvætturinn

Öngull: Kamasan, B110 Grubber, stærðir 12 og 14.
Tvinni: Svartur 8/0.
Kragi: (Rautt Glow Bright).
Vöf (Rib): Silfur vír (small).
Afturbolur (Abdomen): Svart ullarband.
Frambolur (Thorax): Svart ullarband.
Vængir: Hvítt 6 þráða DMC Árórugarn, B5200, 3 þræðir í hvorum væng.
Vænghús (Wing Case):  Svart ullarband.
Haus: Silfur kúla.

Þetta er uppskriftin að flugunni hér á myndinni en hún hlaut á endanum nafnið Bjargvætturinn. Höfundur flugunnar er lyfjafræðingurinn Birgir Thorlacius. Flugan á myndinni er hnýtt af höfundi.

Flugan minnir á mýflugupúpu á uppleið til yfirborðsins. Hún er þó æði fjölhæf og virkar bæði sem endafluga og á „dropper“. Einnig virðist hún veiða vel bæði í afar hægum inndrætti og tiltölulega hröðum.


Fyrir nokkrum misserum fór að bera á töluverðum bókunum á þessa nýju flugu í veiðibók Stangveiðifélagsins Stakkavíkur við Hlíðarvatn í Selvogi. Hefur mönnum leikið forvitni á að vita hvernig flugan lítur út. Hér er bætt úr því. Þess má að lokum geta að Bjargvætturinn hefur einnig gefist vel á Þingvöllum.

NÝJUSTU FRÉTTIR