Bleik og blá


Skólabróðir minn og vinur, Magnús Hreggviðsson, gaf eitt sinn út tímarit sem hét Bleikt og blátt. Ég veit ekki hvort það kemur enn út, en Magnús sagði mér á sínum tíma, að útgáfan hefði gengið vel og hefði laðað að sér forvitna lesendur. Mér skilst að það sama gildi um fluguna Bleik og blá, sem Björgvin Guðmundsson hannaði og hnýtir. Forvitnir urriðar láta auðveldlega glepjast og falla fyrir henni umvörpum. Hún er með öflugri flugum í sjóbleikju og laxar falla einnig fyrir henni.



Uppskrift að flugunni er svona:

Öngull (Hook): Einkrækja, Kamasan B800, stærð 8.
Tvinni (Thread): Rauður 8/0. Þá þarf ekki að skipta um lit við kúluhausinn.
Stél (Tail): Ljósbláar fanir.
Vöf (Rib): Ávalt tinsel.
Búkur (Body): Flatt silfur.
Kragi (Collar): Bleikt channel, fínt.
Skegg (Throat): Bleikar fanir.
Vængur (Wing): Síðufjöður af stokkönd með einum glimmerþræði hvoru megin en einnig má nota fjöður af urtönd. Þær hafa skarpari litaskil.
Kinnar (Cheeks): Flugan er ekki með kinnar.
Haus (Head): Rauður fyrir aftan 2,8 mm kúlu sem er gulllituð.

Þeir, þeir sem vilja afla sér flugunnar, geta sett sig í samband við Björgvin á netfanginu: kbjoggi@internet.is.

Björgvin Guðmundsson er snjall fluguhnýtari. Hér að neðan gefur að líta Fox flugubox frá Richard Wheatley með flugum eftir Þórð Pétursson. Þær eru allar hnýttar af Björgvin Guðmundssyni.

Árni Árnason

NÝJUSTU FRÉTTIR