Stoppioni hnýtingaþvingur og verkfæri

ÁRVÍK var með á boðstólum afar gott úrval af hnýtingaþvingum og verkfærum til hnýtinga frá Stoppioni á Ítalíu. Þessar vörur voru seldar undir Stonfo vörumerkinu. Þær fást nú hjá Veiðiflugum á Langholtsvegi 111 í Reykjavík sem tók við tengslunum við Stoppioni.

Hnýtingaþvingur.  Í boði eru tvær þvingur fyrir borðfestingu, þ.e. þær eru festar með klemmu við borðplötuna. Þetta eru Morsetto Flylab þvingan og Morsetto Flytec. Flytec útgáfan er hönnuð þannig að öngullinn snýst alltaf á sama stað í þvingunni sem er mikill kostur. Eftirfarandi myndir sýna þessar tvær gerðir:

   

Morsetto Flylab þvingan              Morsetto Flytec þvingan

Hægt er að kaupa fótstykki fyrir þessar þvingur ef menn vilja láta þær standa á borði.

Stoppioni býður einnig upp á gerðir sem eru þegar með fótstykki. Morsetto Kaiman þvingan er með handfangi sem auðveldar skipti á önglum. Morsetto Tubefly þvingan er sérstaklega gerð fyrir hnýtingar á túpuflugum. Myndirnar sýna þessar tvær gerðir:

 

Morsetto Kaiman þvingan                   Morsetto Kaiman túpuþvingan

Toppurinn á þvinguframboðinu er hins vegar Transformer gerðin. Hún er með skiptanlegum hausum sem breyta má um með einu handtaki.

Transformer þvingan

 

Stoppioni býður einnig upp á einfalda lausn til þess að laga þvingur að hnýtingu túpuflugna. Í boði er sérstakt túputól sem festa má í kjaftinn á hefðbundinni þvingu og nýta til hnýtinga á túpum:

Loks má nefna að Stoppioni framleiðir afar hentuga þvingu sem taka má með í veiðiferðina. Airone ferðahnýtingarþvingan er fyrirferðarlítil og hagkvæmur kostur:

  

Arione ferðaþvingan                       leggst saman þannig að lítið fer fyrir henni

 

Verkfæri til hnýtinga.  Stoppioni framleiðir vönduð verkfæri til hnýtinga sem hafa hlotið lof íslenskra hnýtara. Fyrst skal nefna Elite keflishölduna. Á henni er hnappur þar sem stilla má hversu mjög hún heldur við hnýtingarþráðinn:

Elite keflishaldan

Þá má nefna hárjafnara af tveimur stærðum:

 

Þræðarar fyrir keflishölduna eru nauðsynlegir. Þeir eru til í tveimur gerðum:

Nál er nauðsynleg, m.a. til þess að lakka hausinn:

Þá má nefna vandaða útfærslu af „dubbing“ tóli:

og svo verkfærin til þess að hnýta hálfhnút og endahnútinn:

Fyrir hálfhnútinn                                 Til þess að hnýta endahnútinn

Þótt margir hnýti endahnútinn með höndunum er þetta vissulega þægilegt verkfæri til þess að ljúka verkinu.

Stonfo hefur einnig raðað saman helstu verkfærunum í þægilegt ferðasett með Flylab þvingunni. Boxið er 260 x 190 x 26 mm að ummáli og að innan eru verkfærin skorðuð af þannig að hvert tól á sinn stað. Í boxinu eru skæri, keflishalda, þræðari, tól fyrir hálfhnútinn og lokahnútinn, nál, kragatöng og „rotodubbing“ tól. Myndirnar hér að neðan sýna gripinn:

 

ÁRVÍK © desember 2017, lagfært 2024

NÝJUSTU FRÉTTIR