Veiðibúðin við Lækinn selur Scott

Veiðibúðin Veiðibúðin við Lækinn hefur tekið upp náið samstarf við ÁRVÍK um sölu á Scott flugustöngum. Mun Veiðbúðin bjóða upp á gott úrval af Scott stöngum sem verða til sýnis og sölu í versluninni. Scott flugustangirnar eru Hafnfirðingum að góðu kunnar. Veiðibúð Lalla, á meðan hún var og hét, seldi mikið af Scott stöngum og komust þá margir Hafnfirðingar í kynni við þessa gæðagripi. Nú hefur Veiðbúðin tekið upp þráðinn þar sem frá var horfið. Ef stöngin er ekki til í versluninni eru mestar líkur á að hún geti verið til síðar um daginn, þess vegna á meðan beðið er, ef viðskiptavinurinn má vera að því að staldra við. Veiðibúðin er boðin velkomin í hóp sérstakra útsölustaða á Scott stöngum. Aðrir útstölustaðir á höfuðborgarsvæðinu, sem einnig er kallað Stór-Hafnarfjarðarsvæðið búi menn í Hafnarfirði, eru Intersport í Bíldshöfðanum og Veiðiportið úti á Granda.

NÝJUSTU FRÉTTIR