Fyrir nokkrum mánuðum var hætt að halda við hugbúnaðinum sem hélt utanum heimasíðu okkar hjá ÁRVÍK. Á síðunni var að finna töluverðan fróðleik um stangveiði og flugur til fluguveiði sem við vildum varðveita og bæta við. Niðurstaða þeirra hugleiðinga var að færa síðuna yfir í Word Press.
Þessi yfirfærsla var þó ekki þrautalaus. Texti brenglaðist og myndir týndust. Eftir töluverða vinnu hefur nú verið bætt úr þessu og efni síðunnar hefur nú verið uppfært og endurskoðað.
Þar er nú að finna uppfærðar greinar undir fróðleikur. Einnig má benda á nýjar greinar eins og „Að byrja í fluguveiði“ og „Scott í hálfa öld“ en þar er kynnt tilboðið á fimm tímamótastöngum sem sköpuðu Scott sess sem leiðandi fyrirtækis á sviði stangarsmíði í heiminum. Þegar smellt er á Scott merkið hér að neðan verður opnast slóð á lýsingu tímamótastanganna.